sunnudagur, 3. ágúst 2003

Samkvæmt áræðanlegum heimildum (Björgvin bróðir og mömmu) þá sást til mín í fréttatíma stöðvar tvö í kvöld þar sem ég sat og teygði mig í eitthvað, fimlegur og tignarlegur eins og svo oft áður. Þarmeð lengist listi minn yfir afrek sem ég hef gert um ævina en hann er eftirfarandi:

1. 1987 Lenti í þriðja sæti í bringusundi á fámennu sundmóti í Trékyllisvík við mikinn fögnuð.
2. 1995 Hitti í þrefalt 20 (alls 60 stig) þegar ég lék mér einn í pílukasti á svölu vetrarkvöldi.
3. 1999 Klára menntaskólann á Egilsstöðum aðeins hálfu ári eftir jafnöldrum mínum.
4. 2002 Stofna veftímaritið 'við rætur hugans' sem vekur ekki mikla lukku.
5. 2003 Fæ tengil á síðuna mína frá k@rin.is @ladóttur og tilveran.is og allt verður vitlaust.
6. 2003 Fer í útilegu.
7. 2003 Kemst í sjónvarpið fyrir drykkjulæti og lauslæti.

Nú er bara að bíða og vona að kvikmyndasamningur verði gerður við mig um stórkostlegu ævi mína.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.