mánudagur, 4. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ætlaði að vera snjall í gærkvöldi og fara með Bergvini og frænda hans Kristjáni Frey í Neskaupstað á rúntinn og kíkja á allt fulla og ruglaða fólkið. Ferðin byrjaði vel en þegar komið var í brekkuna fyrir ofan Eskifjörð, í mestu þoku sem ég hef orðið vitni að, varð ég ofboðslega bílveikur sem olli því að ég varð að eyða restinni af ferðinni hálfur út um gluggann. Ekki nóg með að ég hafi verið of veikur til að tala heldur var Neskaupstaður ekki jafn spennandi og okkur saklausa sveitapiltana hafði dreymt um. Á bakaleiðinni var keyrt á ca 30 km hraða sökum austfjarðaþokunnar og að sjálfsögðu sofnaði ég eins og ræfill. Maður í dái hefði geta verið betri félagsskapur en ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.