miðvikudagur, 13. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld, þegar ég er á labbi út í bíl eftir ergjandi körfuboltaæfingu, fékk ég mitt fyrsta 'fjúttfjú' flaut (einhver með betri útskýringu á þessu flauti?). Ég ljómaði allur upp og ofbeldishugsanir mínar breyttust í marglita fiðrildi sem varlega flögruðu í kringum hausinn á mér. Ég leit við, skælbrosandi eins og hommi í fangelsi, aðeins til að sjá 3 stelpur ca tíu til tólf ára brosa sínu blíðasta. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um heldur settist upp í bílinn og spólaði í burtu, minnkandi verð bílsins um helming. Ég kýs að líta á björtu hliðarnar á þessu máli, hverjar sem þær eru.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.