Hér kemur smá lýsing á lostafullum atburði:
Smirnoff Ice kynning (sennilega talsvert gefið), smokkakynning (sennilega talsvert gefið), 3 gellur að dansa upp á sviði eins og kynsveltar glyðrur (örugglega talsvert gefið), fræga fólkið að skemmta sér eins og það sé enginn morgundagur og allt unga og fallega fólk staðsins, dansandi hömlulaust. Þetta er ekki lýsing á himnaríki heldur bara helginni sem framundan er í Valaskjálf. Ég býst fastlega við því að þetta sé á laugardagskvöldið frekar en föstudags eða sunnudagskvöld og hefjist um klukkan 22 eða 23. Að sjálfsögðu er 18 ára aldurtakmark.
Þetta er sennilega guð eða jólasveinninn að segja mér að byrja aftur að drekka eftir hrakfarir síðustu helgi. Ég mun þó ekki bugast heldur aðeins styrkjast við vídeóspólugláp.
Kíkið líka á auglýsinguna hér (tekur smá tíma að hlaðast).
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.