miðvikudagur, 13. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér finnst heillandi hvernig lífinu tekst alltaf að jafna sig út á allan hátt, hvort sem talað er um gleði og ógleði, heppni og óheppni eða annað. Þannig var það að í hádeginu í dag fór ég galvaskur í Olís, Fellabæ að versla mér forlátan hamborgara með gosdrykk og súkkulaðistykki eins og gerist oft þegar ég kíki ekki í mat til frænku og frænda. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég gefins poka sérmerktan Olís en hann fæst á amk kr. 10 í lausasölu. Að sjálfsögðu entist gleðin, sem í kjölfar ókeypis pokans fylgdi, ekki lengi því þegar heim var komið og tómatsósan átti að sullast yfir hamborgarann brotnaði lokið af tómatsósudollunni. Áfallið sem þetta óhapp olli varð til þess að ég var búinn að gleyma ókeypis pokanum þegar matartímanum var lokið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.