laugardagur, 9. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kaldhæðni vikunnar á við um mig því nýlega barst mér til augna að ég þurfi að greiða kr. 62.000 til skattsins. Fyrir þær dömur sem dáðst að mér úr fjarlægð og þekkja mig ekki nema fyrir glæsilega framkomu og tignarlegar hreyfingar þá vinn ég hjá skattinum. Ég hef þó alltaf tamið mér það lífsviðhorf að vera bjartsýnn og líta alltaf á björtu hliðarnar og þetta mál er engin undantekning. Núna get ég t.d. ekki keypt mér hryðjuverkabyrjunarsettið sem selst eins og heitar lummur í austurlöndum þessa mánuðina en það er víst gott fyrir samfélagið. Ég get líka ekki keypt á mig föt núna og er það af hinu góða því druslurnar sem ég geng í núna eru frábærlega framúrstefnulegar og sennilega að komast í tísku aftur. Fyrir þessar 62.000 krónur get ég líka borgað sjálfum mér laun í ca hálfan mánuð, borgað forsetanum eins dags laun eða látið mála nokkra ljósastaura. Það er stórkostleg tilfinning að vera hluti af samfélaginu og að greiða til þess ríflegar fjárhæðir fær tóma magann minn til að fyllast af hamingjutilfinningu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.