laugardagur, 9. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki þekktur fyrir ofsagleði eða ótakmarkaða hamingju, enda með meira en 12 í greindarvísitölu. Tónlistin sem ég hlusta á er yfirleitt frekar dimm með smá vonleysistón í texta en það er þó eitt lag sem fær mig til að brosa og dansa hömlulaust en þó aðeins þegar ég er einn með sjálfum mér. Lagið er Get off með Dandy Warhols en það heyrði ég fyrst fyrir ca tveimur árum. Síðan þá hef ég hlustað á það mjög oft og það vekur alltaf sömu gleðitilfinningu. Það er þess vegna sem ég ætla að bjóða ykkur skepnunum upp á lagið hérna og textann við lagið hérna. Verði ykkur að góðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.