Ég sá myndina 'Clockstoppers' í fyrradag en hana tók ég í örvæntingu minni þegar ég sá enga nýlega spólu hjá Kidda og ca 20 útlendingar voru á leið inn litlu holuna hans. Myndin er gjörsamlega glórulaus, handritið vanhugsað og plottið út í hött. Leikurinn er hroðalegur og myndin í heild sinni hræðileg fyrir utan tæknibrellurnar sem eru nokkuð vel gerðar. Ég ætla ekki að eyða frekari orðum í þennan viðbjóð. Gef henni enga stjörnu af fjórum.
Þá hefði ég betur tekið rómantísku gamanmyndina cockslappers sem var inni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.