þriðjudagur, 19. ágúst 2003

Íbúðin hrein og ég þreyttasti maður alheimsins. Þá er þessum kafla í lífi mínu lokið og mun ég minnast hans sem... nei annars, ég mun sennilega ekki minnast hans því það gerðist ekkert í sumar.

Ég komst nýlega að því að ef ég verð ofurhetja einhverntíman hef ég valið mér erkióvin nú þegar. Það verður hver sá sem á jeppa. Konur á jeppum eru þó alltaf í uppáhaldi sem ömurlegir bílstjórar en annars bara hver sem er. Það virðist sem þeir sjái ekki minni bílana og eru bara illir yfir höfuð. Í gær t.d. var ég leið út frá Shellinu á netta ofurhetjubílnum mínum þegar ég mæti jeppa (í einstefnu fyrir þá sem vita ekki hvernig útkeyrslan í shellinu er) og hann komst ekki framhjá mér af því það var jeppa lagt á hlið í miðri útkeyrslu og ökumaður talandi í gemsa. Ég ætlaði að bakka en þar var mættur jeppi sem ætlaði ekki að leyfa mér að komast framhjá sér. Eftir nokkrar vandræðalegar augngotur og orðin 'Deyðu litli bíll' sem ég náði að lesa af vörum bílstjóranna náði ég að smeygja mér fimlega framhjá jeppanum fyrir framan mig, frelsinu feginn en þó vitandi það að hættan er enn til staðar; einhverntíman mun ég mæta jeppagenginu aftur og þá verð ég kannski ekki svona heppinn.

Ef það vantar 'g' í textann hérna að ofan þá er það vegna þess að ég skrifa þetta á tölvu bróður míns en berja þarf á lyklaborðið til að fá 'gé-in' til að virka.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.