Ég biðst velvirðingar á bloggleysi í dag. Var sendur í afgreiðsluna í vinnunni þar sem ég mun dúsa hálfsofandi, kunnandi ekki neitt mína síðustu daga á skattstofunni sökum sumarfría starfsmanna. Í þetta sinn kýs ég að líta á svörtu hliðarnar á málinu en þær eru feikimargar, m.a. sú að ég get lítið skrifað í dagbókina á meðan. Á morgun eftir vinnu mun ég svo taka mig til og þrífa eitt stykki kjallara. Hver veit nema ég gefi mér næga leti til að skrá eina eða tvær hugsanir hérna fyrir eða eftir.
Í dag er oss fæddur annar tölvutöffari en nýlega hóf Þóra Elísabet að skrá hugsanir sínar á netið, eða hér nánar tiltekið. Hún er að fara að ferðast eitthvað á næstunni. Ritnefnd, innlendir fréttaritarar og veðurstjóri 'Við rætur hugans' óska henni góðrar ferðar. Hún lengi lifi.
Dagurinn hefur annars verið mjög stíflaður af verkefnum (m.a. að flytja allt draslið úr kjallaranum og meira til) en ég gaf mér þó tíma til að vera ömurlega slappur á körfuboltaæfingu Hattar í kvöld. Hnéin á mér eru að gefa sig í framhaldinu og ég að spá í að nota þau ekkert á morgun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.