fimmtudagur, 21. ágúst 2003

Fyrsta skref í átt að heimsyfirráðum mínum kom í ljós snemma í dag þegar myndir, vel merktar þessari síðu, birtust á hinni merku frétta og skemmtanasíðu undirheimar.net. Myndirnar eru frá dansiballi sem Gleðisveit Ingólfs hélt í Valaskjálf fyrir einhverju síðan. Fyrir þessar myndir fæ ég hvorki meira né minna en 2 miða á bíósýningu á Egilsstöðum auk einhverra heimsókna frá gestum síðunnar.

Annars upplifði ég minn fyrsta nánast internetlausa dag í dag frá verslunarmannahelginni. Ég lifði það af þökk sé sjónvarpstæki einu, bifreið minni og skákborði fjölskyldunnar. Bíllinn minn komst ekki í viðgerð í dag af því viðgerðarfyrirtækið var of upptekið sem hefur nokkrar afleiðingar. Ég kem honum ekki í gegnum skoðun á morgun, kemst líklega ekki í heimsókn til pabba á morgun til að kveðja hann og sel bílinn líklega ekki í næsta tölublaði af æsifréttaritinu Dagskráin. Merkilegt hvað lífið getur valdið miklum vonbrigðum með örsmáum atriðum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.