föstudagur, 22. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi varð ég fyrir barðinu á hinu virta fyrirtæki Colgate þar sem ég hugðist tannbursta mig eftir viðburðasnauðan dag. Ég tók tannkremstúpuna sem ég hafði keypt fyrir fjórum dögum síðan og hóf að þrýsta á hana aftanverða til að neyða tannkremið úr endanum beint á tannburstann, sem af einskærri tilviljun er líka frá Colgate. Þegar hæfilegu afli hafði verið beitt á túpuna tók við sérkennileg atburðarás. Tannkremið skaust út og eftir það kom, að því er virtist, loft og mikið af því. Það var þá sem ég uppgötvaði djöfullega ráðagerð Colgate því lítið sem ekkert tannkrem var eftir. Svo virðist sem sumar túpur séu aðeins hálffullar, sem veldur því að Colgate græði milljónir króna árlega af vitleysingum eins og mér. Ég hef í hyggju að senda tannkremstúpuna út og krefjast endurbóta. Fórnarlömb Colgate sem þessa síðu lesa eru kvött til að gera hið sama.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.