fimmtudagur, 28. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn eina ferðina er ég staddur í ævintýraháskóla Reykjavíkur og enn einu sinni lenti ég í ævintýrum, fyrir hádegi nánar tiltekið. Í þetta sinn var ég staddur í mötuneytinu í frímínútum þegar ég lagði fimlega 140 krónur í sjálfsala fyrir drykkjargosi því ég var þyrstur og við það að sofna. Að sjálfsögðu gleypti vélin peninginn en skilaði engu í staðinn svo ég ældi úr reiði innra með mér og hugðist kvarta en sá svo biðröðina í afgreiðsluna og hætti snarlega við. Til baka fór ég því hnugginn og sagði Óla frá sem hló að óförum mínum. Í síðari frímínútunum fór ég aftur og ætlaði að gera aðra tilraun en í það skiptið á öðrum sjálfsala. Viti menn, ekki nóg með að ég greiddi aðeins 100 krónur þar heldur fékk ég ókeypis fanta flösku með litlu gos dollunni sem ég hugðist kaupa. Svona getur lífið sífellt komið manni á óvart og jafnað sig út, eins og ég hef hamrað á hingað til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.