miðvikudagur, 30. júlí 2003

Óvæntur atburður gerðist í vinnunni í dag. Um klukkan 11 í morgun sá ég að á hægri hönd mína voru komnir rauðir blettir víðsvegar. Til að gera stutta sögu langa dró ég þá ályktun á augabragði að um væri að ræða blóð og að ég hafi skorið mig einhversstaðar. Þegar ég leit betur á höndina sá ég að það var ekkert sár og að liturinn var aðeins of ljós til að vera blóð. Ég rauk á salernið til að hreinsa þetta af mér þegar ég sá að liturinn var kominn í andlitið, annars vegar á hægra kinnbein og umtalsverður slatti á hægra augnlok. Ég var snöggur að þrífa þetta af mér og hélt af stað til baka til að leita að upptökunum. Þrátt fyrir að hafa tekið alla rauðu pennana og fara varlega yfir þá fannst valdur þessa slyss ekki sem þýðir aðeins eitt; ég er í bráðri hættu og þarf að fara varlega svo ég verði ekki hafður að fífli með rautt blek framan í mér.

Ef ég hefði verið bandaríkjamaður hefði ég annað hvort sprengt upp skrifborðið eða hent öllum rauðum pennum hússins í ruslið en ég er með smá almenna skynsemi í hausnum þannig að ég tek þessu með ró.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.