miðvikudagur, 30. júlí 2003

Gærkvöldið var merkilegt fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi var ég eins þreyttur og latur og hægt er, ákvað að sleppa allri hreyfingu og sofnaði yfir seinfeld, fréttunum og einhverjum þætti eftir fréttir. Þá komu Bylgja og Sigga í heimsókn í kjallarann með 12 bleikar blöðrur, bleikan búðing, bleikt kort, skúffuköku með bleiku kerti og glæsilega afmælisgjöf (regnstakkur) en ég átti afmæli fyrir 2 dögum síðan. Þetta er það mesta sem nokkur hefur gert fyrir mig í tilefni afmælis síðan ég var 11 ára gamall minnir mig og þakka ég þeim hérmeð opinberlega kærlega fyrir. Þær brugðu sér örstutt frá en komu strax aftur með heimildarmyndina 'Bowling for Colombine' eftir Michael Moore á spólu sem við horfðum á með snakki og kók. Það er langt síðan ég hef verið svona þakklátur og um leið undrandi.

Takk kærlega Sigga og Bylgja, ég ætlaði að segja eitthvað væmið hér en hef mig ekki í það af hræðslu við að verða bendlaður við kynvillu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.