Í gærkvöldi sá ég eins og áður segir myndina Bowling for Colombine í boði Bylgju og Siggu en það er heimildarmynd eftir Michael Moore um byssueign bandaríkjamanna. Í hnotskurn þá er byssueignin og allt brjálæðið þar í kring vægast sagt komin út í öfgar. Moore er magnaður karakter og einstaklega fyndinn en þó umfram allt hreinskilinn og vel áttaður á stöðu bandaríkjanna. Hann ber m.a. saman morðtíðni með byssum í bandaríkjunum og annarsstaðar í heiminum og tölurnar tala sínu máli. Hann rekur einnig sögu þessa lands í skemmtilegri teiknimynd og sýnir okkur hvernig bandaríkin eru undir gullhúðuðu áferðinni sem fjölmiðlar víðsvegar gefa. Inn í myndina er svo tvinnaður atburður sem átti sér stað hér fyrir nokkrum árum í Colombine þar sem 2 piltar sem lagðir voru í einelti gengu berserksgang í skólanum sínum og myrtu 12 nemendur og 2-3 kennara ca með vopnum foreldra sinna og skotum sem þeir gátu keypt ódýrt í næstu bónus verslun bandaríkjanna.
Fjórar stjörnur af fjórum og eina auka fyrir félagsskapinn í gærkvöldi. Ég mæli með henni fyrir alla, en þó ekki fyrir sjálfstæðis eða framsóknarmenn. Ekki myndi ég vilja sjá mynd um það hversu ömurlegur sykurpabbi minn væri.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.