Ég svitnaði hvorki meira né minna en tveimur kílóum á körfuboltaæfingu + lyftingum í gær. Ég mældi mig áður en ég fór að lyfta, fór þaðan á rúmlega klukkutímalanga æfingu og þaðan aftur að lyfta þar sem ég mældi mig öðru sinni og kom þetta þá í ljós. Í stundarsturlun minni sem fylgdi í kjölfarið sleppti ég af mér beislinu og fékk mér 3 sneiðar af afmælisskúffuköku og glas af léttmjólk. Eftir það ákvað ég að liggja í leti og horfa á Boston Public en það er ekki í frásögu færandi nema fyrir...
...það er víst ekki í frásögu færandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.