laugardagur, 12. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld var opnaður nýr skemmtistaður á Egilsstöðum en í síðustu viku opnaði Café KHB sem þýðir Kaffi KHB á Íslensku. Sá nýji heitir því stórkostlega nafni V Nightclub, Vaff næturklúbbur á Íslensku. Mér reiknast það til að á síðustu tveimur vikum hefur að meðaltali 1 skemmtistaður opnað á Egilsstöðum, sem er fréttnæmt eitt og sér, en það sem vekur athygli mína er að með þessu áframhaldi verða hér 26 skemmtistaðir í árslok og 11. júlí 2004 hvorki meira né minna en 52 skemmtistaðir. Merkilegt hvað Egilsstaðabær er lifandi og að hugsa með sér að ég skuli vera að yfirgefa þennan gleðibæ fyrir daufan bæ, sem Reykjavík vissulega er. En fer fram sem horfir verða þó komir hér rúmlega 200 skemmtistaðir þegar námi mínu lýkur eftir 4 ár þannig að það er óþarfi að hafa áhyggjur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.