laugardagur, 12. júlí 2003

Ég hef bætt við enn einu laginu hérna til hægri. Í þetta sinn er það lagið Velvet pants með stórhljómsveitinni Propellerheads en þeir gáfu út diskinn 'decksandrumsandrockandroll' 1998 og hafa ekkert gert síðan. Í matrix er lagið 'spybreak!' í senunni þar sem Neo og Trinity skjóta sig í gegnum hús en það er einmitt samið og flutt af propellerheads. Velvet pants hefur fengið minni athygli, þar til núna. Fínt í teitin í kvöld.

Lögin Verse chorus verse með Nirvana og Veridis quo með Daft punk eru einnig komin aftur en þau féllu út á dögunum einhverra hluta vegna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.