föstudagur, 11. júlí 2003




Enn ein vonbrigðin í höfuðstöðvum Utah Jazz en í dag tilkynnti besti kraftframherji allra tíma, Karl Malone, að hann væri að yfirgefa Jazz og fara til erkióvinarins; Lakers. Það sem gerir mig hryggan í þessu sambandi er ekki sú staðreynd að Jazz verður án hans heldur meira að Malone skuli hugsa svona. Rotturnar yfirgefa skipið en skipstjórinn sekkur með því, eins og John Stockon.

Malone átti þó 18 góð ár með Jazz og á hann bestu þakkir skildar fyrir það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.