Ég óska eftir sjálfboðaliða til að ganga á bakinu á mér sökum gríðarlegs bakverks sem hefur verið að hrjá mig síðustu daga eða frá ballinu á laugardaginn. Viðkomandi má ekki vera of hár því lágt er til lofts í kjallaranum, ekki of þungur því ég er fíngerður og viðkvæmur maður og með smáar tær til að ná á milli rifbeinanna en þar liggur verkurinn.
Umsóknareyðublöð er hægt að fá hjá mér eða umboðsskrifstofu minni og ég minni á að meðlimir vildarklúbbs finnur.tk fá 2% afslátt af því að vera sjálfboðaliðar mínir, eða lærisveinar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.