Bland af óheppni, gleymsku og heimsku gerði ferðina í lyftingasalinn ógleymanlega. Ég og Jökull mættum galvaskir og fljótlega uppgötvaði ég að máttleysi réði ríkjum hjá mér þennan daginn. Ég lyfti þó í ca 50 mínútur en hætti svo til að stelast í íþróttasalinn að skjóta á körfu. Þar voru handboltakappar að æfa (ca 10 stk) og notuðu undir sig allan salinn þannig að ég varð frá að hverfa sem skipti ekki máli því ég ætlaði þá í sund í staðinn en uppgötvaði þá að í sundlauginni voru ca 300.000 manns sem olli því að ég hætti snarlega við það, sem skipti ekki svo miklu máli því ég hafði gleymt sundmiða. Ég gat þó huggað mig við tilhugsunina um að heit og góð sturta biði mín í skiptiklefanum. Þegar ég er orðinn vel nakinn uppgötva ég mér til skelfingar að ég hafði gleymt handklæði. Ég reyndi að hugga mig við að ég gæti amk keypt mér svala eða jafnvel íspinna í sjálfsalanum í afgreiðsunni fyrir 150 krónurnar sem ég hafði með mér. Ég kippti þeim fram og setti á bekkinn á meðan ég skolaði drykkjarílátið á salerninu og þegar ég kom til baka hafði peningnum verið hnuplað.
Ég get þó huggað mig við að Boston Public er á eftir í sjónvarpinu, eða hvað?
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.