Það er komið í ljós að ég fékk glóðarauga eftir helgina. Þegar marblettir eldast verða þeir ljósbrúnir. Það er akkúrat liturinn fyrir neðan augað á mér í dag, ef mjög grant er skoðað. Glóðaraugað sem var greinilega dauft náði að felast bakvið bauginn undir auganu en er að koma í ljós núna og það gleður mig því þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem ég fæ glóðarauga.
Til að vita hvort ætti að skrifa 'glóðarauga' eða 'glóðurauga' fór ég, eins og alltaf þegar ég er í vafa, á google.com og leitaði að báðum orðunum. Það sem oftar finnst nota ég venjulega því sjaldan lýgur almannarómur. Það er þó rangt í þessu tilviki því samkvæmt mjög áræðanlegri heimild er 'glóðarauga' rétt, en ekki 'glóðurauga' eins og google segir. Enn eitt sönnunargagnið sem styrkir stoðir við álit mitt; fólk er fífl.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.