Ferðin til Akureyrar tókst fullkomlega ef ekki er talið með að þriðji hjólkoppurinn flaug af á miðri leið til baka. Áætlanirnar tvær hér fyrir neðan blönduðust aðeins og úr varð fín ferð. Við töfðumst talsvert og lögðum ekki af stað fyrr en að verða 11:30 en vorum bara tvo og hálfan tíma á hvorri leið þannig að þar sparaðist talsverður tími. Ég held ég hafi verslað fyrir samtals um kr. 25.000 enda ekki keypt mér föt í háa herrans tíð sökum fátæktar og slæmra fjárfestinga. Þegar verslunarleiðangri var lokið tókum við bræður okkur til og fórum á kvikmyndasýningu. Fyrir valinu var myndin X-men II og engin eftirsjá þar. Myndin er spennandi, vel gerð og á tímabili erótísk, en þó ekki nægilega. 3 stjörnur af 4 mögulegum. Spurning um að hækka hana upp í þrjár og hálfa stjörnu fyrir að vera með áróður gegn heimsvaldastefnu bandaríkjamanna.
Allir annars úti á lífinu í kvöld, nema ég sem bara horfi á myndbönd á skjá einum. Næsta djamm hjá mér verður hinsvegar um næstu helgi þegar við bræður flytjum úr þessum kjallara yfir í annan. Þarnæsta drykkja hjá mér og flestum öðrum sem ég kýs að þekkja er 24. maí næstkomandi þegar Eurovision verður haldið hátíðlegt ásamt því að útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum fer fram við mikla drykkju.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.