sunnudagur, 11. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær keypti ég m.a. skó sem ég hyggst nota á djammið og jafnvel dags daglega. Þarmeð líkur valdatíð skónna sem ég hef notað í rúm 3 ár við göngutúra jafnt sem skemmtanalíf. Þá keypti ég í mars 2000 í Krummafæti sem nú er löngu farinn á hausinn. Þeir voru upp á sitt besta þegar ég stundaði nám í Háskóla Íslands haustið 2000 en þá gekk ég rúma 4 kílómetra daglega í þeim. Þeir lifðu einnig af tvo vetur í næturvörslu á hótel héraði, hvort sem ég gekk í vinnuna í snjó eða rigningu. Skórnir hafa hjálpað mér í gegnum súrt og sætt en nú er tímabil þeirra að líða undir lok. Þeir líta út fyrir að vera nýjir enn í dag en hér getið þið séð mynd af þeim. Blóm og kransar eru vel þegnir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.