Í dag ætlum við Björgvin að gera nýstárlega tilraun. Við ætlum að fara á nýja bílnum mínum (sem ég hef átt núna í 4 mánuði) og keyra á honum til Akureyrar. Ekki nóg með það heldur ætlum við líka að versla okkur föt, mat og annað skemmtileg. Gróf áætlun ferðarinnar hljómar eitthvað á þessa leið:
10:00: Kjósa X-U að sjálfsögðu.
10:10: Versla eitthvað til að borða á leiðinni norður.
10:20: Leggja af stað.
14:00: Byrja að versla.
16:00: Fá okkur subway.
17:00: Bíó. Í bíóinu ætla ég að brjóta blað í sögu hössls með því að hössla 2 stelpur amk.
19:10: Leggja af stað heim.
Ég held samt að ferðin verði svona:
10:20: Kjósum X-U en náum að gera seðilinn ógildan einhvernveginn.
10:50: Versla eitthvað en gleyma drykkjunum.
11:30: Leggja af stað.
13:50: Bíllinn springur í loft upp á miðri leið.
Sjáum til.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.