sunnudagur, 4. maí 2003

Afsakið dagbókarfærsluleysið.

Í gærkvöldi skrifaði ég full harðort bréf til íþróttadeildar mbl.is og skammaði þá illilega fyrir að skrifa ekki svo mikið sem eina smágrein um goðið John Stockton sem hætti nú nýlega að spila körfubolta, mér til mikillar sorgar. Ég þurfti að bíða í heila 6 tíma þar til þeir voru búnir að snara sama þessari grein um John Stockton á mbl.is og ennfremur skrifað mér bréf þess efnis að á mánudaginn (morgun) mun stærðarinnar grein um tvíeikið stórkostlega, John Stockton og Karl Malone í Utah Jazz birtast í morgunblaðinu, íþrótta hlutanum.

Það má eiginlega segja að ég sé hetja allra þeirra sem halda upp á Utah Jazz í dag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.