mánudagur, 5. maí 2003

Í gær fórum við í körfubolta í íþróttahúsi Hallormsstaða. Í fyrsta sinn í langan tíma skemmti ég mér bærilega þrátt fyrir að tapa, enn eina ferðina. Að sjálfsögðu fór ég í öðru John Stockton vestinu mínu í tilefni af því að hann var að hætta, eins og kannski einhverjir sem lesa þessa síðu hafa tekið eftir. Ég fékk myndarlegt olnbogaskot í hausinn þegar leikurinn stóð sem hæst, rétt eins og Stockton fékk fyrir nokkrum árum frá Chris Webber. Þetta var þó ekki jafn mikið högg og ég komst óskaddaður frá þessu, aldrei þessu vant.
Sá svo síðasta klukkutímann af changing lanes með Ben Affleck og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Myndin er frekar sérstök í myndatöku og söguþráðurinn er svolítið skrítinn. Ákvarðanir söguhetjanna eru furðulegar og nánast óskiljanlegar oft, jafnvel barnalegar sem gera þessa mynd frekar slappa. Samuel L. Jackson er, eins og alltaf, góður í hlutverki óvirks alkohólista sem er að missa börnin sín. Get lítið sagt meira um þessa mynd þar sem ég sá ekki byrjunina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.