laugardagur, 3. maí 2003





Var að lesa rétt í þessu að John Stockton, besti bakvörður allra tíma í körfubolta og leikmaður Utah Jazz, var að lýsa því yfir að hann væri hættur. Ég er með tárin í augunum og mun lítið sofa í nótt. Maðurinn er orðinn 41s árs gamall og er enn með þeim bestu. Þetta er frekar mikið högg fyrir mig og alla aðdáendur alvöru körfubolta þar sem engin leikmaður mun nokkurntíman koma með tærnar þar sem Stockton var með hælana. Hógværð hans var til fyrirmyndar svo ekki sé minnst á stórkostlegan hæfileika til að gera meðspilara sína betri.
Að því tilefni eru hér myndir af Stockton, ferilskráin hans, ummæli frá aðdáendum hans þegar þeir fréttu þetta og fréttamannafundurinn þar sem hann tilkynnti þetta. Einn sorglegasti dagur sem ég hef upplifað er runninn upp.

Á fréttamannafundi Stocktons:

Question – What has it meant to you to be here for 19 years and have such a wonderful career?
John – You have got to stop asking me these tough questions because I have to get through this.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.