miðvikudagur, 23. apríl 2003

Mikið óskaplega fara gemsar í taugarnar á mér. Þeir eru ágætis dæmi um gerviþörf, eitthvað sem enginn þarf nema allir eigi. Ef enginn ætti gemsa þá væri lífið ljúft. Magnað hvernig þeir eru markaðssettir, múgurinn gleypir við þessu auðvitað því hvað er hann annað er rollur sem elta flottu hlutina sem eru auglýstir vel. Þeir eru hafðir nægilega ódýrir svo litlu krakkarnir geti keypt sér líka en hafa svo mínútugjaldið fáránlega hátt. Ég nota frelsi frá símanum og hef nú verið innistæðulaus í næstum 2 vikur. Fyrir þá innistæðu var ég innistæðulaus í 5 vikur. Ég sé ekki tilganginn lengur með innistæðu. Í þau fáu skipti sem ég tala í gemsa verð ég annað hvort innistæðulaus eða rafmagnslaus og þá er ekki óalgengt að ég bresti í grát.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.