Kóngulærnar eru mættar. Í kjallaranum hef ég myrt fimm kóngulær síðustu tvo daga og sært eina. Sú særða stefndi upp fótinn á mér í gær þegar ég náði að víkja mér fimlega frá, taka smá kollhnís og um leið grípa inniskó og slá hana í rot með honum. Því næst útbjó ég smá búnað úr kerti, eldspýtustokk, eldspítum og kaðli sem hagaði því þannig að kóngulóin myndi sturtast niður um salernisskálina eftir ca 20 mínútur ef allt færi eftir áætlun. Einhvernveginn náði hún að flýja og er ófundin enn.
Ég hef afar slæma minningu frá kónguló í fyrra þegar ég lá sallarólegur í rúminu mínu, á milli svefns og vöku þegar ég finn smá kitl við munnvikið. Ég hélt að þetta væri rykkorn eða eitthvað álíka og ætla að klóra kitlið en þá kemur í ljós að þetta var kónguló. Síðan þá verð ég að athuga hvort kónguló sé að skríða á mér við minnsta kláða, ég læt rúmi ekki snerta vegg né annað og sef með lokaðan munninn. Ég fæ tár í augun bara við a skrifa þetta.
Þar með er það algjörlega útilokað að ég nái að plata stelpur í kjallarann í heimsókn, hvað þá að gista.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.