miðvikudagur, 23. apríl 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær var enn einu sinni farið í fótbolta. Í þetta sinn voru aðeins of margir og aðeins blautara. Ég var sennilega sá eini sem skemmti sér illa, enda stóð ég mig hræðilega með 1 sjálfsmark, tvisvar flaug ég á hausinn, tvisvar steig ég á boltann og 238 sinnum gaf ég lélega sendingu. Einnig náði ég að fá 2 kúlur á fótleggina á mér og slasa mig á vinstri úlnlið þannig að ég get illa beitt honum í dag og sennilega næstu daga. Spurning um að hvíla sig á fótboltanum í bili og einbeita sér að því að þjálfa Rushden & Diamonds í CM4 en ég var einmitt að koma því liði í aðra deild ensku fótboltans við mikinn fögnuð viðstaddra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.