mánudagur, 14. apríl 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég gleymi alveg að segja frá hökutoppi sem ég hafði á andlitinu á mér um helgina. Þar sem ég var veikur og lá bara ákvað ég að lífga örlítið upp á skammdegið með því að raka vikuskeggið af nema smá bút á hökunni. Þetta kom ágætlega út en þurfti meiri tíma til að ég myndi slá í gegn. Myndir voru þó teknar að því tilefni, enda ekkert betra við myndavélina að gera. Í gærkvöldi lét svo hökutoppurinn lífið eftir hetjulega baráttu gegn rakvélinni. Hann var 36 tíma gamall, ógiftur og barnslaus.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.