þriðjudagur, 15. apríl 2003

Einnig gleymdi ég að nefna sms sem ég fékk á miðnætti um daginn. Það var frá tal netsms þjónustunni og var eftirfarandi: „thx dude“. Ekki veit ég fyrir hvað er verið að þakka en hjarta mitt ljómaði við að sjá þetta, vitandi það að ég hef aðstoðað einhvern við eitthvað.

Aftur að framhaldssögunni 'Á hálum ís', öðru nafni 'Hörkufjör á heimavist'. Í síðasta þætti bar höfundur sig illa, hóstandi og emjandi. Í dag hafa þau undur og stórmerki gerst að hann mætti í vinnu, þrátt fyrir augljós veikindi. Þar mættu mér hóstandi og hnerrandi vinnumenn við iðju sína. Hvað gerist næst? Nær höfundur sér að fullu? Fyllir hann kröfur samfélagsins? Getur hann tekist á við brjálaða ræstitækninn sem herjar á skrifborð hans á nótunni?
Svar við þessu og meira til, næst, á finnur.tk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.