mánudagur, 14. apríl 2003

Mér líður skelfilega í dag. Svaf í ca 2 tíma, hóstaði og lét öllum illum látum. Af hverju er ekki búið að finna klukkutímalausn á kvefi og hósta? Ég held ég hafi hóstað úr mér lifrinni í nótt, er hún annars ekki fjólublá og öskrar 'drepið mig' annað slagið?

Sá í gærkvöldi að rúv sýndi myndina 'Einræðisherrann' með Chaplin um leið og stöð 2 endursýndi þættina 'Band of brothers' sem fjalla um hetjudáð bandaríkjanna í síðari heimstyrjöldinni. Ég er að spá hvort sú ákvörðun að sýna Einræðisherrann hafi verið skot á bandaríkin og stjórn Bush um leið og stöð 2 sé að sleikja upp eistun á bandaríkjunum með því að endursýna þætti, öllum að óvörum, um það hversu stórkostleg bandaríkin eru. Það er matur fyrir hugann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.