fimmtudagur, 17. desember 2015

Núll

Í gær fór ég til tannlæknis. Þegar ég steig úr stólnum sá ég smáskilaboð frá bankanum mínum, sem tilkynnti mér að ég hafði fengið 15.000 krónur greiddar inn á reikninginn minn fyrir aukavinnu sem ég tók að mér. Ég var við það að missa stjórnina á brosvöðvum þegar afgreiðslukona tannlæknastofunnar rétti fram reikninginn fyrir tannlæknatímann: 15.060 krónur.

Í um 30 sekúndur átti ég 15.000 krónur inn á bankareikningnum mínum sem voru ólofaðar. Ég mun alltaf muna þann tíma og ilja mér við tilhugsunina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.