Í ræktinni í kvöld mættu nokkrir galvaskir lögreglumenn til að tækla andlega veikan mann sem ráfaði um lyftingasalinn, haldandi ræðu yfir mannskapnum (að mér heyrðist og sýndist, ég var gleraugnalaus). Það verður væntanlega eitthvað um þetta í fréttamiðlum á morgun.
Nú kunnið þið eflaust að velta fyrir ykkur hvernig í ósköpunum ég muni ná að láta þessa bloggfærslu snúast um mig. Það er einfalt.
Fyrir nokkrum vikum voru birtar tölur í fréttum úr könnun sem ég verkaði fyrir 365. Og í kvöld varð ég vitni að einhverju sem kemst líklega í fréttirnar á morgun, eins og áður segir. Það má því með sanni segja að ég sé Forrest Gump Íslands, alltaf allsstaðar þar sem eitthvað merkilegt gerist.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.