mánudagur, 5. desember 2011

Hunangsát

Það er líklega betra að þið heyrið þetta frá mér, frekar en einhverju fólki úti í bæ eða í fréttum einhversstaðar:

Í gær smakkaði ég hunang í fyrsta skipti á ævinni. Ég veit ekki af hverju ég hef ekki smakkað það fyrr. Ég man að mér fannst tilhugsunin um að borða eitthvað sem "pöddur" búa til ógeðsleg síðast þegar ég hugsaði um það, þá þriggja ára gamall. Hef lítið spáð í það síðan.

Ég vona að þetta hafi verið atriðið sem vantaði upp á svo líf mitt verði fullkomið. Hver veit, kannski opnar þetta mér dyr að einhverju stórkostulegu, eins og aðild í félagi þeirra sem hafa bragðað hunang um ævina (FÞSHBHUÆ).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.