föstudagur, 4. nóvember 2011

Föstudagsspurningar Fréttablaðsins

Í fylgiriti Fréttablaðsins í dag, Föstudagur, hjó ég eftir viðtali sem kallast "Yfirheyrslan". Ég hjó sérstaklega eftir viðmælandanum. Hann er ekki ég. Listinn yfir blöð og tímarit sem sniðganga mig í viðtölum lengist.

Ég held því áfram að svara spurningum þeirra sem sniðganga mig hér:

Ertu A eða B manneskja?
Ég er mögulega C manneskja, svo seint fer ég að sofa. Draumurinn er að verða D manneskja og ná þannig að snúa sólarhringnum við.

Hvaða bók ertu að lesa um þessar mundir?
Ég er með þrjár bækur sem ég hef ætlað að byrja á síðustu sex mánuði.

Ef ég byggi ekki í Kópavogi, byggi ég í:
Reykjavík líklega.

Hver eru nýjustu kaupin?
Ég keypti mér ís vorið 2006.

Hvaða lag kemur þér í gott skap?
Bret, you've got it goin' on með Flight of the Conchords.

Hvað dreymir þig um að eignast?
Peninga til að geta keypt mér hluti.

Einn hlutur sem þú vissir ekki um mig?
Ég kann á gítar. Ég kann bara ekki að spila neitt á hann.

Uppáhaldsdrykkurinn?
Gatorade Rain Berry.

Næst á dagskrá er að taka spurningalista úr viðtalsþáttunum Silfur Egils á RÚV og Tobba á Skjá Einum og klippa mig einhvernveginn inn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.