fimmtudagur, 10. nóvember 2011

Enn einn spurningalistinn

Ég held áfram að vakta internetið fyrir viðtölum sem ég ætti að vera tekinn. Hér er t.d. Nadía Banine spurð um meðmæli í Lífsstílshluta DV.is.

Er ég allt í einu ekki jafn þokkafullur og glæsilegur og Nadía? Mamma segir mig vera það, svo hér eru mín uppáhöld!

Tölva: PC.
Ég skil þessa spurningu reyndar ekki alveg. Ég á bara eina tölvu. Og hún er í uppáhaldi hjá mér.

Bifreið: Rauðir Peugeot 206.
Ég er haldinn kvalalosta.

Sími: Síminn minn?
Því einfaldari sem síminn er, því betra.

Bók: Pass.
Því einfaldari sem bókin er, því betra.

Bíómynd: Hangover.
Mínar uppáhaldsmyndir eru Seven og Memento. Nýleg mynd sem ég mæli með er Drive. Mögnuð mynd.

Hreyfing: Ræktin.
Verð pínu geðveikari við að komast ekki í ræktina amk annan hvern dag.

Fatamerki: Allt frá Dressman.
Því einfaldara sem sniðið er, því betra.

Veitingastaður: American Style.
Því einfaldari sem maturinn er, því betra. Svo er þægileg stemning og góð þjónusta á American Style.

Drykkur: Mjólk.
Er í mjólkurstuði þessa vikuna. Það gæti tengst því að ég er í skúffukökustuði þessa vikuna. Sem gæti tengst því að ég er feitur og ógeðslegur (ótengt).

Skemmtistaður: reddit.com.
Því þar kippir sér enginn upp við að ég mæti ber að ofan.

Ég vona að þetta sé síðasta viðtalið sem er ekki tekið við mig á netinu, svo ég geti farið að einbeita mér að öðru á þessari síðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.