mánudagur, 3. október 2011

Nýr meðlimur ættarinnar

Miðvikudaginn 28. september síðastliðinn stækkaði Gunnarsson veldið um rúm 9 prósent þegar Styrmir bróðir og Lourdes kona hans eignuðust sitt þriðja barn og sinn þriðja strák. Móður og barni heilsast vel. Gera má ráð fyrir að pilturinn verði kvennagull, þar sem hann er gullfallegur eins og hinir strákarnir þeirra.

Spannar þá Gunnarsson veldið tólf mannverur alls: tvö höfuð ættarinnar, fimm afkvæmi og fimm barnabörn, eins og sjá má á ættartrénu hér að neðan.




Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga.

Nokkur atriði:

1. Ég og Helgi bróðir eru þeir einu sem eftir eiga að fjölga sér af systkinunum. Það er nóg pláss Helga megin í trénu fyrir afkvæmi en ekkert pláss þar sem ég er staddur. Ég verð því að bíta í það súra epli að fjölga mér ekki.

2. Aðeins 33% veldisins eru kvenkyns.

3. Aðeins 8,3 veldisins er ég.

4. Ættartréið var síðast uppfært fyrir rúmu ári síðan, þegar Björgvin og Svetlana eignuðust Valeríu Dögg.

Til hamingju með nýjasta meðliminn Styrmir og Lourdes!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.