þriðjudagur, 11. október 2011

16. styrkleikastigið og ég

Oftast þegar ég fer í ræktina hjóla ég eins og einhverfur í klukkutíma og teygi svo á, eins og heldri manna er siður.

Á hjólinu hjóla ég nánast eingöngu á styrkleika 15. Það hefur enginn spurt mig af hverju ég reyni ekki við hærra styrkleikastig... ennþá.

Til að koma í veg fyrir að að ég þurfi að standa í mannlegum samskiptum / svara þeirri spurningu í persónu birti ég svarið hér með skriflega.

Svona hjóla ég venjulega:


Eins og sést reyni ég við level 16 reglulega. Það gengur sjaldnast lengur en í mínútu í senn. Ástæðan er í næsta grafi:




Munurinn á styrkleikastigum 15 og 16 er alltof mikill og ómögulegt að hjóla á stigi 16 án þess að öskra til að fá meiri orku, sem er ástæðan fyrir því að ég er læt mér stig 15 nægja.

Ef enginn ætlaði að spyrja að þessu þá er það í fínu lagi. Það verður fínt að lesa þessa færslu þegar ég er níræður og að spá í af hverju ég hjólaði aldrei á meiri styrkleika í ræktinni þegar ég var yngri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.