Ég útbjó nýlega í Excel innsláttarskjöl fyrir tímabilið í Iceland Express deildunum í körfubolta sem hefjast eftir tæpan mánuð og setti á hina síðuna mína (sem ég rek með öðrum), eða hér.
Í öðrum fréttum:
Kolla systir, Árni Már mágur og 2ja ára frænka mín, Anna María voru í heimsókn í vikunni. Tveimur matarboðum með þeim síðar og talsverðum tíma í búðarleik við Önnu Maríu og þau eru farin til síns heima, mér til armæðu (sem er slæmt, skilst mér).
Ég fór nýlega í bíó á myndina 30 minutes or less (Ísl.: Allt í háaloft). Myndin er eins og kúskús: fyllir í tómið á milli stærri mynda/fæðutegunda en er ekki saðsöm.
Ég gef myndinni 0,0241 stjörnur á hverja mínútu hennar (83 mínútur) eða 2 stjörnur af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.