mánudagur, 8. ágúst 2011

Bílalabb

Það vita ekki margir að ég labba alveg eins og ég teiknaði bíla þegar ég var fimm ára.

„Hvað áttu við, fáránlega fíflið þitt?“ kunna margir eflaust að spyrja. Svarið er tæknilega flókið en nokkuð einfalt á blaði. Hér er loftmynd af gönguferð minni í kvöld:


Þetta er alveg eins og bílarnir sem ég teiknaði fimm ára. Reyndar er þetta alveg eins og bílarnir sem ég teikna í dag. Til sönnunar neita ég að sýna ykkur teikningu mína á bíl, af skömm.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.