Þessi mynd er tekin í Laugardalnum fyrr í dag og sýnir aðeins brotabrot af því magni plöntusæðis sem flýgur um borgina þessa dagana. Myndin sýnir líka hversu vergjarnar plöntur eru og hversu brýn þörfin er fyrir að temja plöntum hlédrægari leiðir til að fjölga sér.
Ef ekki er hægt að kenna þeim að haga sér á almannafæri, þá allavega útbúa einhverskonar plöntusmokka. Það er óþolandi að ganga um garða bæjarins með sæði í hárinu, fjandinn hafi það.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.