mánudagur, 18. júlí 2011

Narcissus og ég

Sjálfhverfa mín náði nýjum hæðum um helgina þegar ég fann tvö Youtube myndbönd sem bæði gætu átt við um mig.

1. Lagið No rain með Blind Melon

Sérstaklega textabrotið

„And I don't understand why I sleep all day
And I start to complain that there's no rain“


Ég var nývaknaður klukkan 17 í gær þegar ég heyrði lagið. Í gær var einmitt 10 dagurinn í röð sem spáð var rigningu en hennar í stað var glaðahelvítis sólskin, mér til mæðu.

2. Radíusflugan Skodahatari

Skiptið út Skoda út fyrir Peugeot og verktaka út fyrir Excel sjúkling, bíðið svo í nokkur ár og voilá! Þetta er ég.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.