Nú er liðin vika frá því ég verslaði síðast inn fyrir heimilið. Venjulega klára ég allt nammi sem keypt er á innan við sólarhring frá innkaupum en ekki þessa vikuna. Daginn sem ég verslaði síðast inn ákvað ég að reyna að eiga nammi alla vikuna. Og það gekk eftir! Í dag á ég ennþá slatta af nammi eftir.
Þeir, sem heyra af þessu afreki mínu (frá mér í (í smsum t.d.)) hrósa mér yfirleitt fyrir mikinn viljastyrk. Ég veit ekki hvað viljastyrkur kemur því við að versla inn sjöfalt magn af nammi en ég tek þau hrós sem ég get.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.