fimmtudagur, 14. júlí 2011

Leti eldamennska

Ég held áfram að blómstra í eldhúsinu með leti-eldamennsku, þ.e. að elda bara það sem ég finn í eldhúsinu (einnig þekkt sem að nenna ekki að fara í verslun). Að neðan er mynd af minni frumlegu hugmynd að steikja egg og franskar saman, ásamt uppskriftinni:



Uppskrift:
1. Steikið egg á pönnu.
2. Steikið franskar kartöflur á pönnu.
3. Saltið að vild.

Einhvern daginn mun ég gefa út matreiðslubók fyrir einhleypa og barnlausa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.