1. Fólk sem gefur ekki stefnuljós
Það er annað hvort of heimskt til að kunna á stefnuljós eða svo troðfullt af sjálfu sér að það getur ekki sýnt öðrum þá kurteisi og tillitssemi að gefa stefnuljós.
Hér er videó sem lýsir hug mínum til þessara fávita:
Úr einni af minni uppáhaldsmyndum, Shoot'em up.
2. Þrívíddar bíómyndir
Tilgangslaus viðbót sem krefst þess að maður horfi á myndina með fáránleg gleraugu, eins og hálfviti, þegar ég nota gleraugu fyrir (eins og hálfviti). Ekki nóg með það heldur kostar meira á þessar fáránlegu myndir. Í bónus virðast svo bara sms sendandi krakkafífl hafa gaman af þrívíddinni. Og þar sem enginn nema ég virðist ætla að berjast gegn offjölgun í heiminum, þá er nóg af þeim þarna úti.
3. Að vakna snemma
Snemma í mínum huga er fyrir hádegi.
4. Handklæðið mitt
Fyrir hálfu ári keypti ég handklæði sem var það mýksta sem ég hef komist í kynni við. Eini gallinn var að ca 10% af handklæðinu varð eftir á líkama mínum eftir notkun. Ég hef þvegið það vikulega síðan, stundum á suðu og oftar en ekki án mýkingarefnis, þar sem mér var bent á að það myndi laga það. Í dag er það ekki lengur mjúkt en skilur enn eftir sig ummerki eftir notkun. Í gær áttaði ég svo á mig að ég hata handklæðið.
Og nei, ég ætla ekki að kaupa mér þurrkara til að geta notað þetta eina andskotans handklæði.
Hvað varðar lið 1 og 2 þá var þetta sem talað úr mínu hjarta! Ég er alltaf að reyna að ala upp þetta stefnuljósalausa lið, án árangurs. 3D er algerlega tilgangslaust, og ég segi það ekki bara því ég er gleraugnaglámur.
SvaraEyðaÞað virkar ekki að öskra á fólk sem gefur ekki stefnuljós, bara svo þú reynir það ekki.
SvaraEyðaÞú hlýtur annars að vera sammála mér með handklæðið mitt!
Evil eye of death virkar ekki heldur ... ekki heldur að steyta hnefana (já, ég hef gert það).
SvaraEyðaÉg verð að prófa gripinn fyrst áður en ég get myndað mér skoðun á því, hvað þá tilfinningar.
Fólk sem fattar ekki þörfina fyrir stefnuljós, munu ekki fatta ill augu til þeirra. Það eina sem dugar er að öskra á þá. Sem ég geri auðvitað.
SvaraEyða