föstudagur, 6. maí 2011

Svefnleysistónlistarfærsla

Í dag lærði ég að 2ja tíma nætursvefn lætur mig m.a. reyna að opna hurðina að íbúðinni minni með aðgangskortinu í vinnuna í stað lykilsins eða þar til ég áttaði mig ca 10 sekúndum síðar. Gæti verið verra svo sem. Ég gæti t.d. hafa reynt að opna hana með neyðar bíllyklinum mínum, sem er exi.

Ég lærði líka að þetta magn af svefni lætur mig vera algjörlega andlausan. Svo hér eru þrjú fyrstu lögin af uppáhalds disknum mínum þessa dagana, Swim með Caribou (sem halda tónleika 22. maí næstkomandi á NASA í Reykjavík). Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera frábær og að ég hef ekki dansað einn við þau hér heima langt fram á nótt þar til ég emja úr þreytu. Ekki sannanlega amk. Nema þið spyrjið nágrannana. Sem þið gerið ekki.

1. Odessa

Fjallar um Odessa sem gerir kankastrik. Hvað sem það er.

2. Sun

Fjallar um sólina, held ég.

3. Kaili

Fjallar um lesblindan mann sem elskar blómkál.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.